9.7.2007 | 21:42
Tjaldsvæði og sumarfrí
Mikið hefur verið í umræðunni uppá síðkastið ungt fólk og framkomu þeirra, sérstaklega á tjaldsvæðum.
Sjálfsagt á þessi umræða rétt á sér, að einhverju leiti, en oftar en ekki finnst mér hún komin út í öfgar og ekki vera sanngjörn.
Nú er svo komið að tjaldsvæði, mörg hver hafa orðið aldurstakmörk, allt upp í 3O ára. Það finnst mér slæmt. Síðan ég var 17 ára og fékk bílpróf, þá hafa ég og vinkonur mínar, reglulega farið í útilegur um fallega landið okkar. Við gistum á tjaldsvæðum, grillum, hlægjum, njótum náttúrunnar og allt það sem Ísland hefur uppá að bjóða. Þó svo að áfengi hafi stundum fengið að fljóta með, þá hefur aldrei verið nein ölvun í gangi. Nú virðist stefna hins vegar í það, að næstu árin verðum við að sleppa þessum árlegu útilegum okkar, nema við kaupum okkur gistingu á hótelum eða öðru slíku, eitthvað sem að fátækir námsmenn hafa kannski ekki endilega efni á.
Það virðist oft nefnilega gleymast að einungis eru það örfá prósenta sem er með læti og skemmir þaðan af leiðandi út frá sér, stærsti hlutinn hegðar sér vel og gengur vel um.
Lítið heyrist rætt um ölvun "fullorðins" fólks, framkomu þeirra og læti á tjaldsvæðum. Þó svo að þau séu til staðar, rétt eins og hjá unga fólkinu. Í kringum pollamót Þórs, sem er árviss viðburður, kemur fjöldinn allur af fullorðnum karlmönnum í bæinn, sem vilja halda í gömlu glæðurnar keppa í fótbolta líkt og þegar þeir voru uppá sitt besta.
Eitthvað hafa hins vegar keppnisreglur breyst frá því að þeir voru með sítt að aftan og í níðþröngum stuttbuxum, því nú þykir ekkert sjálfsagðara en að fá sér einn kaldan og góðan milli leikja. Þegar líða fer svo á kvöld, eru margir þeirra, ekki allir, en margir orðnir vel í glasi.
Margir hverjir gistu á tjaldsvæði sem var útbúið fyrir keppendur, á túni í miðju íbúðarhverfi. Eftir helgina hef ég rætt við nokkra íbúa þar í kring og eru þeir flestir á sama máli, helgin hafi verið hræðileg. Læti og hávaði langt fram eftir nóttu og fram undir morgun, fólk búið að gera þarfir sínar hér og þar, inn í miðjum görðum, kasta upp og þar fram eftir götunum. En hvergi hefur þetta komið fram.
Nú get ég ekki séð hver munurinn sé, ég get ekki séð að þessi framkomu sé nokkru betri en hjá þeim sem yngri eru.
Mér finnst því að mætti opna umræðuna aðeins betur og skoða allar hliðar málsins og kanna bestu leiðir. Þarf ekki frekar að efla gæsluna á tjaldsvæðunum frekar en að loka þeim fyrir einhverjum ákveðnum aldurshópi?
Það fer í taugarnar á mér hversu tíðrætt er um vandann sem fylgir ungu fólki, hvers vegna er svo miklu sjaldnar rætt um það sem vel er gert?
Hugsum málið og lítum í eigin barm og búum saman til skemmtilegt ferðasumar, þar sem við getum öll verið saman á tjaldsvæðunum, ungir sem aldnir.
Bloggvinir
- magnusmar
- fanney
- kamilla
- jonastryggvi
- kristjanmoller
- lara
- agustolafur
- joningic
- vilborgo
- sollikalli
- svenni
- leicester
- olafurfa
- pallieinars
- pallijoh
- bleikaeldingin
- andreaindi
- annapala
- annaragna
- bryndisisfold
- daggapals
- gummisteingrims
- gudrunjj
- coke
- hildajana
- ingimarb
- jenssigurdsson
- juliaemm
- kafteinninn
- kallimatt
- konur
- listasumar
- purplestar
- steindorgretar
- svavaralfred
- diso
- truno
- vefritid
- hnefill
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skuldinni er alltaf skellt á unga fólkið. Rugludallarnir eru samt á öllum aldri.
Kristjana Louise (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 22:50
Þetta er hárrétt hjá þér Valdís. Það er bara örlítið brot af ferðalöngum sem er ekki til mikillar fyrirmyndar og aldur skiptir þar litlu máli. Þeir sem fréttirnar segja eru sennilega bara komnir af léttasta skeiði og samdauna sínum aldurshópi...
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 26.7.2007 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.