Sorglegt en satt

Ég varð svo afskaplega hamingjusöm þegar ég sá að Pratibha Patil hafði verið kosin forseti í Indlandi. Loksins loksins loksins, kúgun kvenna í Indlandi er svo gríðarleg.

Í dag varð ég aftur svo afskaplega sorgmædd yfir fréttinni sem ég sá um öll líkin sem að fundust.

Þegar ég var úti í Indlandi, þá vorum við einmitt frædd um þetta, það að fæða sveinbarn var svo miklu betra en að fæða stúlkubarn.

Þegar ég var að kenna í stúlknaskólanum í Shiv, þá fórum við reglulega í heimsóknir til foreldra nemendanna í skólanum. Við spurðum oft hvað þau hygðust mennta börnin lengi, voru foreldrarnir afskaplega stoltir og sögðust vilja að hún myndi mennta sig, ja allt þar til hún yrði 10-12 ára gömul!

Drengirnir voru hins vegar mun lengur í skóla.

í einum bekknum mínum voru 2 stelpur, þær voru 14 ára, og voru báðar búnar að vera giftar síðan þær voru 2 og 3 ára gamlar.

Ég hitti líka eitt sinn leigubílstjóra í Agra, hann sagðist eiga 3 stelpur, en engann strák... Hann og kona hans hefðu alltaf óskað þess að eignast strák en það hefði aldrei gengið. Þegar við spurðum af hverju þau hefðu frekar viljað strák en stelpu sagði hann mér að heimamundurinn með stelpunum væri svo mikill að hann kviði því, jafnvel þó stúlkurnar væru ekki nema 2-7 ára.

Í Rajasthan, þá hefur orðið svo mikil fækkun á stúlkum að fyrir hverja 1000 karlmenn eru ekki nema rúmlega 900 konur.

Uppfræðslu og útskýringa er þörf fyrir fólkið á þessu svæði, þá sérstaklega í sveitaþorpunum því þau eru svo miklu vanþróaðri.

Það er ótrúlegt að jafnstórt land hafi jafn breitt bil í þróun og efnahag og fleiru.


mbl.is Fjöldi barnslíka finnast á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdís Anna Jónsdóttir
Valdís Anna Jónsdóttir
ung Akureyrarmær sem veit fátt skemmtilegra en að tala og tjá sig!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband