Til hamingju með daginn!!

1. maí, baráttudagur verkafólks, heilt ár liði síðan Lilja dó. Frábært veður, fullt af skemmtilegu fólki.

Skellti mér á Dalvík í morgun, fórum í kosningakaffi þar, gáfum ís og borðuðum helling af góðum mat. Ægilega góð chilli og papriku sulta! ekki slæmt.

Brunuðum svo í Árskóg og fórum snöggan hring á handverskmarkaðnum, alltaf jafn gaman að koma þangað og skoða, enda margt skemmtilegt þar að sjá!! Svo maður tali ekki um fólkið:)

Þaðan brunuðum við svo inná Akureyri, og rétt sluppum í kröfugönguna! Mér fannst svo frábært að labba í dag í göngunni, fullt af fólki mætt á svæðið, lúðrasveitin að spila, börn með íslenska fánann, allt svo hátíðlegt!

Hátíðardagskrá var svo haldin í sjallanum, hún var mjög flott, og má með sanni segja að ræðan hans Ögmundar var stórgóð! 

Kíktum niður í Lárusarhús, fengum okkur súkkulaðiköku þar, nenntum nefnilega ekki að bíða eftir kaffinu í Sjallanum... engin frammistaða...

Ætla að láta fylgja með, í tilefni dagsins, ljóð eftir Halldór Laxness. Þess má geta að Halldór gaf kvæðið upphaflega ungum róttæklingum. Það birtist í Rauða fánanum, málgagni ungra kommúnista, þann 1. maí 1936 og hét reyndar þá þrítugasti apríl, en síðar rataði það inn í skáldsöguna Heimsljós.

Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve leingi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.

Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er alt sem ég hef.

En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.

Þetta lag finnst mér alltaf einkenna 1. maí, ásamt að sjálfsögðu, fram þjáðir menn í þúsund löndum!

Farin að leita mér að einhverju til að læra næsta vetur... 


mbl.is Almannahagsmunir ráði för
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já þetta er flott  og gott

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 12.5.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdís Anna Jónsdóttir
Valdís Anna Jónsdóttir
ung Akureyrarmær sem veit fátt skemmtilegra en að tala og tjá sig!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband