18.4.2007 | 11:07
Home Sweet Home
Mikið er nú gott að vera kominn heim. Mér fannst ég ægilega íslensk þar sem ég keyrði frá Keflavík til Reykjavíkur með Brennið þið vitar á fullum krafti með Karlakór Akureyrar-Geysi í ipodinum. Veðrið var gott og stillt og ég sá yfir á Snæfellsnesið og jökulinn.
Eftir einn dag í borginni, kom ég heim til Akureyrar, mikið var nú gott að sjá alla!! Mamma og pabbi tóku á móti mér á flugvellinum og við héldum í Hagkaup, hvað er meiri klassi en að fara í Hagkaup þegar maður er kominn til Akureyrar aftur eftir langan tíma? Ég held fátt
Heim í Þverholtið var svo haldið, og þar beið mín dýrindismatur, páskamáltíðin, bara örlítið seinna á ferðinni:) og ís í eftirrétt, það var hlegið og spaugað og borðað. Mikið er gott að vera komin heim!
Eftir að hafa borðað á sig gat fór ég aðeins inní búð og hitti Evu Dís, Júlíu og hana Heiðu mína. Mikið sem það var gaman að sjá þær!! Skrapp svo niður á her og náði síðustu mínútunum af Gospelæfing. Þaðan fór ég og náði í hana Margréti mína það var svoooo ljúft að hitta hana og ræða málin, við rúntuðum um Akureyri og fyrr en varði var farið að snjóa!
Nú vaknaði ég og leit út um gluggann og svei mér þá, það er allt orðið hvítt úti!
Ég er greinilega komin heim:)Allt hvítt á Akureyri í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- magnusmar
- fanney
- kamilla
- jonastryggvi
- kristjanmoller
- lara
- agustolafur
- joningic
- vilborgo
- sollikalli
- svenni
- leicester
- olafurfa
- pallieinars
- pallijoh
- bleikaeldingin
- andreaindi
- annapala
- annaragna
- bryndisisfold
- daggapals
- gummisteingrims
- gudrunjj
- coke
- hildajana
- ingimarb
- jenssigurdsson
- juliaemm
- kafteinninn
- kallimatt
- konur
- listasumar
- purplestar
- steindorgretar
- svavaralfred
- diso
- truno
- vefritid
- hnefill
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin heim!!!
Víííííí.....
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 18.4.2007 kl. 14:43
Takk fyrir komuna austur Valdís, þið voruð frábærar...
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 22.4.2007 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.