23.7.2007 | 15:43
Sorglegt en satt
Ég varð svo afskaplega hamingjusöm þegar ég sá að Pratibha Patil hafði verið kosin forseti í Indlandi. Loksins loksins loksins, kúgun kvenna í Indlandi er svo gríðarleg.
Í dag varð ég aftur svo afskaplega sorgmædd yfir fréttinni sem ég sá um öll líkin sem að fundust.
Þegar ég var úti í Indlandi, þá vorum við einmitt frædd um þetta, það að fæða sveinbarn var svo miklu betra en að fæða stúlkubarn.
Þegar ég var að kenna í stúlknaskólanum í Shiv, þá fórum við reglulega í heimsóknir til foreldra nemendanna í skólanum. Við spurðum oft hvað þau hygðust mennta börnin lengi, voru foreldrarnir afskaplega stoltir og sögðust vilja að hún myndi mennta sig, ja allt þar til hún yrði 10-12 ára gömul!
Drengirnir voru hins vegar mun lengur í skóla.
í einum bekknum mínum voru 2 stelpur, þær voru 14 ára, og voru báðar búnar að vera giftar síðan þær voru 2 og 3 ára gamlar.
Ég hitti líka eitt sinn leigubílstjóra í Agra, hann sagðist eiga 3 stelpur, en engann strák... Hann og kona hans hefðu alltaf óskað þess að eignast strák en það hefði aldrei gengið. Þegar við spurðum af hverju þau hefðu frekar viljað strák en stelpu sagði hann mér að heimamundurinn með stelpunum væri svo mikill að hann kviði því, jafnvel þó stúlkurnar væru ekki nema 2-7 ára.
Í Rajasthan, þá hefur orðið svo mikil fækkun á stúlkum að fyrir hverja 1000 karlmenn eru ekki nema rúmlega 900 konur.
Uppfræðslu og útskýringa er þörf fyrir fólkið á þessu svæði, þá sérstaklega í sveitaþorpunum því þau eru svo miklu vanþróaðri.
Það er ótrúlegt að jafnstórt land hafi jafn breitt bil í þróun og efnahag og fleiru.
Fjöldi barnslíka finnast á Indlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 21:42
Tjaldsvæði og sumarfrí
Mikið hefur verið í umræðunni uppá síðkastið ungt fólk og framkomu þeirra, sérstaklega á tjaldsvæðum.
Sjálfsagt á þessi umræða rétt á sér, að einhverju leiti, en oftar en ekki finnst mér hún komin út í öfgar og ekki vera sanngjörn.
Nú er svo komið að tjaldsvæði, mörg hver hafa orðið aldurstakmörk, allt upp í 3O ára. Það finnst mér slæmt. Síðan ég var 17 ára og fékk bílpróf, þá hafa ég og vinkonur mínar, reglulega farið í útilegur um fallega landið okkar. Við gistum á tjaldsvæðum, grillum, hlægjum, njótum náttúrunnar og allt það sem Ísland hefur uppá að bjóða. Þó svo að áfengi hafi stundum fengið að fljóta með, þá hefur aldrei verið nein ölvun í gangi. Nú virðist stefna hins vegar í það, að næstu árin verðum við að sleppa þessum árlegu útilegum okkar, nema við kaupum okkur gistingu á hótelum eða öðru slíku, eitthvað sem að fátækir námsmenn hafa kannski ekki endilega efni á.
Það virðist oft nefnilega gleymast að einungis eru það örfá prósenta sem er með læti og skemmir þaðan af leiðandi út frá sér, stærsti hlutinn hegðar sér vel og gengur vel um.
Lítið heyrist rætt um ölvun "fullorðins" fólks, framkomu þeirra og læti á tjaldsvæðum. Þó svo að þau séu til staðar, rétt eins og hjá unga fólkinu. Í kringum pollamót Þórs, sem er árviss viðburður, kemur fjöldinn allur af fullorðnum karlmönnum í bæinn, sem vilja halda í gömlu glæðurnar keppa í fótbolta líkt og þegar þeir voru uppá sitt besta.
Eitthvað hafa hins vegar keppnisreglur breyst frá því að þeir voru með sítt að aftan og í níðþröngum stuttbuxum, því nú þykir ekkert sjálfsagðara en að fá sér einn kaldan og góðan milli leikja. Þegar líða fer svo á kvöld, eru margir þeirra, ekki allir, en margir orðnir vel í glasi.
Margir hverjir gistu á tjaldsvæði sem var útbúið fyrir keppendur, á túni í miðju íbúðarhverfi. Eftir helgina hef ég rætt við nokkra íbúa þar í kring og eru þeir flestir á sama máli, helgin hafi verið hræðileg. Læti og hávaði langt fram eftir nóttu og fram undir morgun, fólk búið að gera þarfir sínar hér og þar, inn í miðjum görðum, kasta upp og þar fram eftir götunum. En hvergi hefur þetta komið fram.
Nú get ég ekki séð hver munurinn sé, ég get ekki séð að þessi framkomu sé nokkru betri en hjá þeim sem yngri eru.
Mér finnst því að mætti opna umræðuna aðeins betur og skoða allar hliðar málsins og kanna bestu leiðir. Þarf ekki frekar að efla gæsluna á tjaldsvæðunum frekar en að loka þeim fyrir einhverjum ákveðnum aldurshópi?
Það fer í taugarnar á mér hversu tíðrætt er um vandann sem fylgir ungu fólki, hvers vegna er svo miklu sjaldnar rætt um það sem vel er gert?
Hugsum málið og lítum í eigin barm og búum saman til skemmtilegt ferðasumar, þar sem við getum öll verið saman á tjaldsvæðunum, ungir sem aldnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2007 | 08:48
Allt að gerast... jájájá!
Síðustu dagar hafa verið ótrúlega skemmtilegir!! Stutt til kosninga og allt að gerast núna!
Við höfum verið bara verið að fara upp á við í skoðakönnunum, sem er brilliant, og draumur minn um að ná MögguStínu inná þing, er ekki svo óraunverulegur! Bara örfá atkvæði í viðbót og hún gæti farið inn:) Mikið sem ég yrði glöð!!
Undanfarna daga höfum við verið að dreifa rósum, það er nú bara eitt af því skemmtilegra sem ég hef gert!! Fólk er svo hissa, og það er svo gaman:)
Í gær vorum við líka með Eurovision gleði og glaum hér í Lárusarhúsi, pantað var mikið magn af greifapizzum og að sjálfsögðu drukkið hið eina sanna Coca cola með, stemming var gríðarlega, og vonbrigðin mikil...
Emblan mín kom heim í gær! Þetta var eins og í rómantískri gamanmynd þegar við hittumst, hún hljóp á móti mér niður stigann, meðan ég hljóp upp, svo stökk hún í fangið á mér, össössöss ég hafði vit á því að bíða á stigapallinum þegar ég sá hana koma fljúgandi niður tröppurnar, sá það alveg í anda ef við myndum missa jafnvægið og detta niður tröppurnar. Saman hlógum við og töluðum, langt fram á nótt, og ég var með hláturverki í maganum þegar ég kom heim, það er svooo gott að hún sé komin heim:)
Í dag verður svo svaðalegt geim á ráðhústorginu!!
gleðin hefst klukkan þrjú. þá ætlum við að grilla og svona, svo hefst dagskráin á sviði stuttu seinna. Það verður hörku fjör! 3 X-factor stjörnur, candy floss, hljómsveitir, andlitsmálun, leikfélög. Allt að gerast!
Svo er það bara lokaspretturinn í orðins fyllstu merkingu!! Kosningar á morgun, og það er nú eins gott að gleyma ekki að kjósa:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.5.2007 | 19:53
Til hamingju með daginn!!
1. maí, baráttudagur verkafólks, heilt ár liði síðan Lilja dó. Frábært veður, fullt af skemmtilegu fólki.
Skellti mér á Dalvík í morgun, fórum í kosningakaffi þar, gáfum ís og borðuðum helling af góðum mat. Ægilega góð chilli og papriku sulta! ekki slæmt.
Brunuðum svo í Árskóg og fórum snöggan hring á handverskmarkaðnum, alltaf jafn gaman að koma þangað og skoða, enda margt skemmtilegt þar að sjá!! Svo maður tali ekki um fólkið:)
Þaðan brunuðum við svo inná Akureyri, og rétt sluppum í kröfugönguna! Mér fannst svo frábært að labba í dag í göngunni, fullt af fólki mætt á svæðið, lúðrasveitin að spila, börn með íslenska fánann, allt svo hátíðlegt!
Hátíðardagskrá var svo haldin í sjallanum, hún var mjög flott, og má með sanni segja að ræðan hans Ögmundar var stórgóð!
Kíktum niður í Lárusarhús, fengum okkur súkkulaðiköku þar, nenntum nefnilega ekki að bíða eftir kaffinu í Sjallanum... engin frammistaða...
Ætla að láta fylgja með, í tilefni dagsins, ljóð eftir Halldór Laxness. Þess má geta að Halldór gaf kvæðið upphaflega ungum róttæklingum. Það birtist í Rauða fánanum, málgagni ungra kommúnista, þann 1. maí 1936 og hét reyndar þá þrítugasti apríl, en síðar rataði það inn í skáldsöguna Heimsljós.
Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve leingi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.
Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er alt sem ég hef.
En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.
Þetta lag finnst mér alltaf einkenna 1. maí, ásamt að sjálfsögðu, fram þjáðir menn í þúsund löndum!
Farin að leita mér að einhverju til að læra næsta vetur...
Almannahagsmunir ráði för | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2007 | 19:58
Samfylkingin til Sigurs
Mikið finnst mér gaman að vera til núna!
Styttist óðum í kosningar, spennan magnast.
Allt að gerast.
Búinn að vera á þvælingi síðustu daga, enda nóg að gera hér í baráttunni. Búin að fara um kjördæmið þvert og endilangt! Ekki leiðinlegt það!
Það var ljómandi gaman að hitta hana Möggu mína, hún er að standa sig gríðarlega vel! Enda ætla ég henni inná þing. Hún er stórglæsilegur málsvari ungs fólks og ég efast ekki um að hún eigi eftir að gera góða hluti þar!
Fór austur um daginn, það var gaman. Enda orðið langt síðan ég hafði farið! Frábært veður og austurlandið skartaði sínu fegursta! Komst reyndar ekki í Mjóafjörðinn, en hitti Möggu og Guðjón og strákana.
Á mánudaginn fór ég á Siglufjörð og í gær fór ég í Grímsey, þangað hafði ég aldrei komið, lét mynda mig meðan ég labbaði yfir heimskautsbauginn, össössöss, fékk svo vottorð sem staðfesti það.
Verð að láta ramma það inn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2007 | 11:07
Home Sweet Home
Mikið er nú gott að vera kominn heim. Mér fannst ég ægilega íslensk þar sem ég keyrði frá Keflavík til Reykjavíkur með Brennið þið vitar á fullum krafti með Karlakór Akureyrar-Geysi í ipodinum. Veðrið var gott og stillt og ég sá yfir á Snæfellsnesið og jökulinn.
Eftir einn dag í borginni, kom ég heim til Akureyrar, mikið var nú gott að sjá alla!! Mamma og pabbi tóku á móti mér á flugvellinum og við héldum í Hagkaup, hvað er meiri klassi en að fara í Hagkaup þegar maður er kominn til Akureyrar aftur eftir langan tíma? Ég held fátt
Heim í Þverholtið var svo haldið, og þar beið mín dýrindismatur, páskamáltíðin, bara örlítið seinna á ferðinni:) og ís í eftirrétt, það var hlegið og spaugað og borðað. Mikið er gott að vera komin heim!
Eftir að hafa borðað á sig gat fór ég aðeins inní búð og hitti Evu Dís, Júlíu og hana Heiðu mína. Mikið sem það var gaman að sjá þær!! Skrapp svo niður á her og náði síðustu mínútunum af Gospelæfing. Þaðan fór ég og náði í hana Margréti mína það var svoooo ljúft að hitta hana og ræða málin, við rúntuðum um Akureyri og fyrr en varði var farið að snjóa!
Nú vaknaði ég og leit út um gluggann og svei mér þá, það er allt orðið hvítt úti!
Ég er greinilega komin heim:)Allt hvítt á Akureyri í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2007 | 10:16
Fylgist með úr fjarlægð
Mikið hefði ég verið til í að vera heima á fróni nú um helgina. Landsfundur Samfylkingarinnar stendur sem hæðst og þar hefði ég viljað vera.
En sem betur fer þá get ég fylgst með úr fjarlægð og netið hjálpar þar mikið. Mér fannst setningarræða Ingibjargar Sólrúnar alveg hreint stórgóð! Enda er Ingibjörg stórgóður stjórnmálamaður sem þarf því miður oftar en ekki að berjast fyrir tilvist sinni sem formaður Samfylkingarinnar.
Alla leið hingað fékk ég gleði hroll við að hlusta á ræðuna og sjá allan fjöldann sem var þarna saman kominn. Ég bíð spennt eftir fleiri fréttum.
Ingibjörg Sólrún: Verðum að standa vörð um jöfnuðinn í íslensku samfélagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2006 | 01:15
Nýtt blogg??
Enn sem komið er, er síðan
valdis.hexia.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2006 | 17:53
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- magnusmar
- fanney
- kamilla
- jonastryggvi
- kristjanmoller
- lara
- agustolafur
- joningic
- vilborgo
- sollikalli
- svenni
- leicester
- olafurfa
- pallieinars
- pallijoh
- bleikaeldingin
- andreaindi
- annapala
- annaragna
- bryndisisfold
- daggapals
- gummisteingrims
- gudrunjj
- coke
- hildajana
- ingimarb
- jenssigurdsson
- juliaemm
- kafteinninn
- kallimatt
- konur
- listasumar
- purplestar
- steindorgretar
- svavaralfred
- diso
- truno
- vefritid
- hnefill
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar